Örn Ingi Bjarkason, handknattleiksmaðurinn ungi, er á leið í topplið FH í N1-deild karla. Frá þessu greindi vefsíða DV.
Örn staðfesti við Vísi að gengið yrði frá samningum í kvöld. „Það er mikill uppgangur í Hafnarfirðinum núna og spennandi fyrir mig að komast í efstu deild," sagði hann við Vísi.
Örn Ingi getur leikið sem leikstjórnandi eða vinstri skytta. Hann er átján ára gamall og er sonur Bjarka Sigurðssonar. Hann hætti á dögunum hjá Aftureldingu sem leikur í 1. deildinni.