Maður verður í fýlu í nokkra daga 10. nóvember 2008 13:55 Ari Freyr og félagar hjá Sundsvall féllu úr úrvalsdeildinni í gær Þeir Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson máttu bíta í það súra epli að falla úr sænsku úrvalsdeildinni með liði sínu Sundsvall í gær. Vísir tók stöðuna á þeim Ara og Hannesi í dag og voru þeir báðir svekktir með niðurstöðuna eins og gefur að skilja. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningi sínum við félagið, en segja óvissu ríkja með framhaldið. "Ég er mjög ánægður með þetta tímabil og fannst ég bæta mig mikið. Ég hef líka heyrt það frá fólki í kring um mig," sagði Ari Freyr sem spilaði 27 leiki með Sundsvall á leiktíðinnii. Hann tekur ekki sérlega vel í fara niður um deild með liðinu. "Það væri skref aftur á bak að fara niður um deild og mann langar auðvitað að halda áfram að spila á meðal þeirra bestu," sagði Ari Freyr. Hann segist hafa heyrt af áhuga annara félaga en segir ekki tímabært að ræða það að svo stöddu. Hannes Þ. Sigurðsson var líka súr yfir því að liðið félli niður um deild. "Það var leiðinlegt að tapa svona í gær en við klúðruðum þessu eiginlega í næst síðustu umferðinni. Núna verður maður í fýlu í nokkra daga en svo fer maður að skoða framhaldið," sagði Hannes, sem er ekki sérlega spenntur fyrir að spila í næstefstu deild frekar en Ari. "Ég á tvö ár eftir af samningnum og það liggur beinast við að klára hann, en við eigum eftir að setjast niður og skoðum hvað klúbburinn ætlar að gera. Það er auðvitað engin óskastaða að fara niður um deild," sagði Hannes og bætti við að sér líkaði vel í Svíþjóð og gæti vel hugsað sér að halda þar áfram. Sverrir Garðarsson spilaði einnig með Sundsvall þetta árið, en liðið endaði í næstneðsta sæti með tveimur stigum meira en botnlið Norrköping. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Þeir Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson máttu bíta í það súra epli að falla úr sænsku úrvalsdeildinni með liði sínu Sundsvall í gær. Vísir tók stöðuna á þeim Ara og Hannesi í dag og voru þeir báðir svekktir með niðurstöðuna eins og gefur að skilja. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningi sínum við félagið, en segja óvissu ríkja með framhaldið. "Ég er mjög ánægður með þetta tímabil og fannst ég bæta mig mikið. Ég hef líka heyrt það frá fólki í kring um mig," sagði Ari Freyr sem spilaði 27 leiki með Sundsvall á leiktíðinnii. Hann tekur ekki sérlega vel í fara niður um deild með liðinu. "Það væri skref aftur á bak að fara niður um deild og mann langar auðvitað að halda áfram að spila á meðal þeirra bestu," sagði Ari Freyr. Hann segist hafa heyrt af áhuga annara félaga en segir ekki tímabært að ræða það að svo stöddu. Hannes Þ. Sigurðsson var líka súr yfir því að liðið félli niður um deild. "Það var leiðinlegt að tapa svona í gær en við klúðruðum þessu eiginlega í næst síðustu umferðinni. Núna verður maður í fýlu í nokkra daga en svo fer maður að skoða framhaldið," sagði Hannes, sem er ekki sérlega spenntur fyrir að spila í næstefstu deild frekar en Ari. "Ég á tvö ár eftir af samningnum og það liggur beinast við að klára hann, en við eigum eftir að setjast niður og skoðum hvað klúbburinn ætlar að gera. Það er auðvitað engin óskastaða að fara niður um deild," sagði Hannes og bætti við að sér líkaði vel í Svíþjóð og gæti vel hugsað sér að halda þar áfram. Sverrir Garðarsson spilaði einnig með Sundsvall þetta árið, en liðið endaði í næstneðsta sæti með tveimur stigum meira en botnlið Norrköping.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira