Sport

Hopkins er tapsár

NordcPhotos/GettyImages

Joe Calzaghe virðist vera búinn að fá sig fullsaddan af yfirlýsingum Bernard Hopkins eftir bardaga þeirra félaga um síðustu helgi. Hopkins tapaði bardaganum en hefur allar götur síðan haldið því fram að hann hefði átt að vinna.

Bardaginn var mjög fjörugur þar sem tveir af reyndustu og bestu hnefaleikurum af þessari kynslóð reyndu með sér. Hinn 43 ára gamli Hopkins náði að slá Walesverjann í gólfið í upphafi bardagans, en hinn ósigraði Calzaghe náði að snúa bardaganum sér í vil og sigra á stigum.

"Ég held að Hopkins ætti að horfa á upptöku af bardaganum og sætta sig við það að hann tapaði. Dómararnir voru allir landar hans en hann tapaði samt. Ég þarf ekki að vinna 100 afsakanir eins og hann, því ég vann. Hopkins kann bara ekki að taka tapi," sagði Calzaghe í samtali við BBC.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×