Lakers burstaði meistarana 24. maí 2008 05:08 Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira