Körfubolti

McDyess ætlar að semja aftur við Detroit

McDyess ætlar aftur til Detroit eins og reiknað var með
McDyess ætlar aftur til Detroit eins og reiknað var með NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Antonio McDyess hefur ákveðið að ganga aftur í raðir Detroit Pistons þó honum hafi verið skipt frá félaginu til Denver fyrir þremur vikum.

Hinn reyndi framherji var sagður hafa brugðist nokkuð illa við ráðstöfun félagsins og tók aldrei í mál að ganga í raðir Denver. Hann fór þangað þegar þeir Chauncey Billups og Allen Iverson skiptu um lið í síðasta mánuði.

McDyess var því leystur undan samningi við Denver en umboðsmaður hans hefur staðfest að hann ætli aftur til Detroit.

Reglur kveða á um að leikmenn þurfi að bíða í 30 daga áður en þeir skrifa undir hjá nýju liði eftir að þeir eru leystir undan samningi og því verður McDyess ekki löglegur með Detroit fyrr en 3. desember.

Talið er að hvorki meira né minna en 18 lið hafi sett sig í samband við McDyess og boðið honum samning, en það voru San Antonio, Charlotte og Cleveland sem sóttu hvað harðast eftir kröftum hans.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×