Vettel yngsti sigurvegari í sögu Formúlunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2008 13:39 Sebastian Vettel á brautinni í dag. Nordic Photos / AFP Sebastian Vettel frá Þýskalandi varð í dag yngsti ökuþórinn sem vinnur mót í Formúlu 1. Hann bar sigur úr býtum í ítalska kappakstrinum á Monza-brautinni. Vettel var á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Hann er 21 árs og 74 daga gamall í dag en gamla metið átti Fernando Alonso sem hann setti 22 ára og 26 daga gamall í ágúst árið 2003. Heikki Kovalainen á McLaren varð í öðru sæti og Robert Kubica á BMW-Sauber í því þriðja. Lewis Hamilton náði sjöunda sæti og er efstur í stigakeppni ökuþóra með 78 stig. Felipe Massa varð sjötti og er í öðru sæti með 77 stig. Þetta er einnig fyrsti sigur Toro Rosso í Formúlunni en Vettel mun á næsta ári ganga til liðs við Red Bull. Vettel náði tíu sekúndna forystu á Kovalainen strax eftir átján hringi er hann fór í sitt fyrsta viðgerðarhlé. Eftir það náði enginn að ógna forystu hans og Þjóðverjinn kláraði keppnina með stæl. Úrslit: 1. Sebastian Vettel, Toro Rosso 2. Heikki Kovalainen, McLaren 3. Robert Kubica, McLaren 4. Fernando Alonso, Renault 5. Nick Heidfeld, BMW 6. Felipe Massa, Ferrari 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Mark Webber, Red Bull 9. Kimi Raikkönen, Ferrari 10. Nelson Piquet, Renault Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 78 stig 2. Massa 77 3. Kubica 64 4. Raikkönen 57 5. Heidfeld 53 6. Kovalainen 51 7. Alonso 28 8. Jarno Trulli, Toyota 26 9. Vettel 23 10. Webber 20 Stigakeppni bílasmiða: 1. Ferrari 131 stig 2. McLaren 119 3. BMW 107 4. Toyota 41 5. Renault 36 6. Red Bull 25 7. Williams 17 8. Toro Rosso 17 9. Honda 14 10. Force India 0 Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi varð í dag yngsti ökuþórinn sem vinnur mót í Formúlu 1. Hann bar sigur úr býtum í ítalska kappakstrinum á Monza-brautinni. Vettel var á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Hann er 21 árs og 74 daga gamall í dag en gamla metið átti Fernando Alonso sem hann setti 22 ára og 26 daga gamall í ágúst árið 2003. Heikki Kovalainen á McLaren varð í öðru sæti og Robert Kubica á BMW-Sauber í því þriðja. Lewis Hamilton náði sjöunda sæti og er efstur í stigakeppni ökuþóra með 78 stig. Felipe Massa varð sjötti og er í öðru sæti með 77 stig. Þetta er einnig fyrsti sigur Toro Rosso í Formúlunni en Vettel mun á næsta ári ganga til liðs við Red Bull. Vettel náði tíu sekúndna forystu á Kovalainen strax eftir átján hringi er hann fór í sitt fyrsta viðgerðarhlé. Eftir það náði enginn að ógna forystu hans og Þjóðverjinn kláraði keppnina með stæl. Úrslit: 1. Sebastian Vettel, Toro Rosso 2. Heikki Kovalainen, McLaren 3. Robert Kubica, McLaren 4. Fernando Alonso, Renault 5. Nick Heidfeld, BMW 6. Felipe Massa, Ferrari 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Mark Webber, Red Bull 9. Kimi Raikkönen, Ferrari 10. Nelson Piquet, Renault Stigakeppni ökuþóra: 1. Hamilton 78 stig 2. Massa 77 3. Kubica 64 4. Raikkönen 57 5. Heidfeld 53 6. Kovalainen 51 7. Alonso 28 8. Jarno Trulli, Toyota 26 9. Vettel 23 10. Webber 20 Stigakeppni bílasmiða: 1. Ferrari 131 stig 2. McLaren 119 3. BMW 107 4. Toyota 41 5. Renault 36 6. Red Bull 25 7. Williams 17 8. Toro Rosso 17 9. Honda 14 10. Force India 0
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira