...aldrei á meðan við ráðum einhverju Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2008 00:01 Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun