Körfubolti

Ítarleg skýrsla segir dómaramál í lagi í NBA

Tim Donaghy hóf afplánun í Flórída fyrir nokkrum dögum. Hann ræðir hér við Kobe Bryant í leik fyrir nokkrum árum
Tim Donaghy hóf afplánun í Flórída fyrir nokkrum dögum. Hann ræðir hér við Kobe Bryant í leik fyrir nokkrum árum NordicPhotos/GettyImages

Ekki er ástæða til að ætla að víðtæka spillingu sé að finna í NBA deildinni í körfubolta ef marka má niðurstöðu ítarlegrar skýrslu sem lögð hefur verið fram.

Forráðamenn deildarinnar fengu fyrrum saksóknaranum Lawrence Pedowitz að framkvæma ítarlega rannsókn á dómaramálum í deildinni í kjölfar þess að dómarinn Tim Donaghy var fundinn sekur um að hafa veðjað á leiki sem hann dæmdi sjálfur.

Donaghy hóf nýverið 15 mánaða fangelsisvist vegna brota sinna.

Skýrslan leiddi í ljós nokkur smávægileg frávik frá reglum deildarinnar, en hún tók mið af viðtölum við meira en 200 dómara, tók 14 mánuði og var 133 síðna löng.

Brotin sem upp komu voru minniháttar og tengdust heimsóknum dómara í spilavíti, en þau þóttu ekki tengjast neinu svipuðu og Donaghy var fundinn sekur um á sínum tíma. Donaghy hafði gefið í skyn að hann væri ekki eini dómarinn sem hefði óhreint mjöl í pokahorninu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×