Körfubolti

NBA í nótt: Enn sigrar Lakers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant í leiknum gegn Toronto í nótt.
Kobe Bryant í leiknum gegn Toronto í nótt. Nordic Photos / Getty Images

LA Lakers vann í nótt sinn fjórtánda sigur í fimmtán leikjum er liðið vann Toronto, 112-99. Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Pau Gasol skoraði 24 stig í leiknum og tók níu fráköst en Kobe Bryant kom næstur með 23 stig og sjö stoðsendingar.

Bryant vantar nú ekki nema fimmtán stig til að komast upp í alls 22 þúsund skoruð stig á ferlinum. Hefði hann náð þeim áfanga í nótt hefði hann bætt met Wilt Chamberlain um einn dag. Hann er sá leikmaður sem hefur náð þessum áfanga á sem skemmstum tíma.

Anthony Parker skoraði flest stig fyrir Toronto eða nítján talsins. Andrea Bargnani kom næstur með fjórtán stig og ellefu fráköst.

Denver vann Houston, 104-94. Chauncey Billups skoraði 28 stig, þar af ellefu í 19-7 spretti hjá Detroit í þriðja leikhluta.

Carmelo Anthony meiddist í leiknum á olnboga og þurfti að fara af velli í öðrum leikhluta.

Chicago vann Philadelphia, 103-92. Ben Gordon var með 21 stig og Drew Gooden 20 og tólf fráköst. Chicago var undir lengi vel í leiknum en náði að síga fram úr á lokahlutanum.

Elton Brand var með 21 stig fyrir Philadelphia og tólf fráköst. Thaddeus Young bætti við sautján stigum.

New Jersey vann Phoenix, 117-109. Devin Harris fór á kostum fyrir New Jersey og skoraði 47 stig í leiknum, þar af 21 í fjórða og síðasta leikhluta. Þetta var fyrsti sigur New Jersey á heimavelli Phoenix síðan 1993.

Eins og sagt var frá í gærkvöldi, vann Portland sigur á Detroit, 96-85.





NBA

Tengdar fréttir

Portland vann fjórða leikinn í röð

Portland vann nokkuð sannfærandi 96-85 sigur á Detroit Pistons á útivelli í fyrsta leik kvöldsins í NBA deildinni í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×