Siðfræði Kauphallarinnar Ögmundur Jónasson skrifar 17. nóvember 2008 05:00 Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar