Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni 21. júlí 2008 07:00 Við hönnun byggingarinnar var tekið mið af öðrum húsum í nágrenni hennar. Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. Meðal húsa sem heimilað er að rífa er hús Glitnis banka, Foreldrahús og bygging við Vonarstræti 4b. Hefur starfsemi Foreldrahúss þegar flutt í Borgartún. Í bókun skipulagsráðs frá 16. júlí síðastliðnum segir að deiliskipulagstillagan sé vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir auglýsingu.Horft í norður eftir Lækjargötu blasir hótelbyggingin við.„Athugasemdirnar snerust aðallega um hæð hússins og umfang þess enda er um mjög stórt hús að ræða," segir Helga B. Laxdal, yfirlögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Þá segir hún að uppi hafi verið vangaveltur um hvort fleiri hótel vanti á umrætt svæði. Athugasemdum hafi verið mætt með því að hönnuðir hússins hafi dregið úr byggingamagni að Kirkjutorgi, lækkað húsið um hálfa hæð, tekið glugga sem sneru að íbúðarhúsum og fært veggi. „Þetta er látlaus bygging," segir Helga og bætir við að horft hafi verið til annarra húsa í nágrenninu þegar húsið var hannað.Suður eftir Lækjargötu. Ásýnd Lækjargötunnar mun breytast nokkuð með tilkomu hótelbyggingarinnar en endanlegur fjöldi hótelherbergja hefur ekki verið ákveðinn.Byggingin verður frá einni hæð upp í fimm hæðir þar sem hún snýr út að Lækjargötu. Frá Vonarstræti verður ekið í bílakjallara undir byggingunni sem rýma mun 27 bíla og segir Helga kjallarann einnig ætlaðan fyrir aðföng fyrir hótelið. Áskilið er að jarðhæðin verði almenningsrými og gert er ráð fyrir að útibú Glitnis verði áfram á jarðhæð hússins. „Þarna eiga að vera veitingastaðir, kaffihús, inngarður og möguleiki á að opna út á götu sem hafði mjög mikil áhrif á hvað skipulagsráð var hrifið af tillögunni," segir Helga. Lóðarhafi er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og segir Helga í þeirra höndum hvenær framkvæmdir hefjast. „Lóðarhafar eru mjög áfjáðir í að fara af stað sem fyrst. Í lok ágúst er allt klárt af okkar hálfu og þá mega þeir sækja um byggingarleyfi og fara af stað." olav@frettabladid.isUmrætt svæði. Byggja á rúmlega 7.300 fermetra hótelbyggingu á þremur sameinuðum lóðum á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Vísir/Stefán
Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira