Körfubolti

Phoenix vann í San Antonio

Shaquille O´Neal og félagar gerðu góða ferð til San Antonio í nótt
Shaquille O´Neal og félagar gerðu góða ferð til San Antonio í nótt NordcPhotos/GettyImages

Níu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan sigur á San Antonio á útivelli 96-79 í baráttunni í Vesturdeildinni.

Phoenix vann fjórða leikhlutann 24-11 þar sem Shaquille O´Neal og Steve Nash voru áberandi í leik liðsins. Amare Stoudemire skoraði 21 stig fyrir Phoenix í leiknum og O´Neal var með 16 stig og 9 fráköst. Tim Duncan var atkvæðamestur hjá meisturunum með 23 stig og 10 fráköst.

New Orleans sló félagsmet sitt með því að vinna 55. leik sinn í vetur þegar það burstaði Minnesota 120-90 á útivelli. Peja Stojakovic skoraði 24 stig fyrir New Orleans en Rashad McCants skoraði 23 fyrir heimamenn.

Cleveland vann New Jersey 104-83 með öflugum endaspretti i síðari hálfleik. LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland en Vince Carter 19 fyrir New Jersey.

Orlando burstaði Chicago 114-83 þar sem Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando en Kirk Hinrich var með 19 stig hjá Chicago.

Philadelphia lagði Detroit 101-94. Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir Philadelphia en Chauncey Billups 18 fyrir Detroit.

Washington skellti Boston 109-95 og tryggði sér þar með sigur í viðureignum sínum við Boston í vetur. Antawn Jamison skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston.

Toronto lagði Milwaukee 111-93. Chris Bosh var með 32 stig og 11 fráköst hjá Toronto en Charlie Villanueva 38 stig og 12 fráköst hjá Milwaukee.

New York skellti Charlotte 109-107. Jamal Crawford skoraði 18 stig fyrir New York en Jason Richardson skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte.

Loks vann Houston auðveldan sigur á Seattle án Tracy McGrady 103-80. Kevin Durant skoraði 26 stig fyrir Seattle en Rafer Alston 18 fyrir Houston.

Staðan í Austur- og Vesturdeild

Svona liti úrslitakeppnin út ef hún hæfist í dag

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×