Körfubolti

500 milljóna rukkun á fimmtugsafmælinu

Cuban og Nelson þegar allt lék í lyndi árið 2001
Cuban og Nelson þegar allt lék í lyndi árið 2001 NordcPhotos/GettyImages

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, fékk frekar óskemmtilegar fréttir á fimmtugsafmæli sínu í dag. Honum var þá gert að greiða Don Nelson, fyrrum þjálfara Dallas, ríflega 500 milljónir króna.

Samband þeirra Cuban og Nelson hefur verið ísilagt síðan Nelson lét af störfum hjá Mavericks og ekki skánaði það þegar Nelson fór í mál við eigandann vegna meintra vangoldinna launa.

Cuban vildi meina að Nelson hefði afsalað sér rétti á laununum þegar hann tók við Golden State Warriors á sínum tíma, en honum varð ekki að ósk sinni.

Cuban hefur haldið því fram að Nelson hafi misnotað innanhúsupplýsingar þegar Warriors lið hans sló Dallas út í eftirminnilegri rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í hittifyrra.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×