Körfubolti

Atlanta lagði Boston

Josh Smith átti fínan leik með Atlanta í nótt
Josh Smith átti fínan leik með Atlanta í nótt NordcPhotos/GettyImages

Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Boston Celtics tapaði óvænt fyrir Atlanta, en LA Lakers, Orlando og Utah eru komin í sterka stöðu gegn mótherjum sínum.

Deildarmeistarar Boston fengu óblíðar móttökur í Atlanta í nótt og máttu sætta sig við 102-93 tap. Kevin Garnett skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Boston en Josh Smith skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta. Þetta var fyrsti sigur Atlanta í úrslitakeppni á öldinni og nú freistar liðið þess að jafna metin í einvíginu í 2-2 í næsta leik sem er á heimavelli.

LA Lakers var ekki í vandræðum með slakt lið Denver á útivelli í nótt og vann 102-84. Lakers hefur því náð 3-0 forystu í einvíginu og getur tryggt sig í næstu umferð með sigri í fjórða leiknum í Denver.

Kobe Bryant var stigahæstur með 22 sig í annars mjög jöfnu liði Lakers en Carmelo Anthony skoraði 16 stig fyrir Denver. Anthony og Allen Iverson hjá Denver hittu úr 10 af 38 skotum sínum í leiknum og ljóst er að liðið er á leið í sumarfrí með þessu áframhaldi.

Orlando komst í 3-1 stöðu gegn Toronto með góðum 106-94 útisigri í fjórða leik liðanna í nótt. Rashard Lewis skorai 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Orlando í nótt, en Chris Bosh skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Toronto. Næsti leikur fer fram í Orlando og þar getur liðið tryggt sig í aðra umferð með sigri.

Loks vann Utah nauman heimasigur á Houston 86-82 og komst í 3-1 stöðu í einvígi liðanna. Deron Williams skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Utah en Tracy McGrady skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Houston - sem fær næsta leik á heimavelli í einvíginu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×