Sebastian Bourdais: Mögnuð braut í Singapúr 24. september 2008 13:24 Brautin í Singapúr verður flóðlýst og liggur um hafnarsvæðið og miðborgina. mynd: kappakstur.is Fjórfaldi Ameríkumeistarinn í kappakstri segir nýju Formúlu 1 brautina í Singapúr magnað mannvirki. Hann rölti brautina fyrstur ökumanna sem komnir eru á staðinn. Bourdais hefur mesta reynslu ökumanna í Formúlu 1 af akstri á götubrautum, en hann varð meistari í bandarískri mótaröð fjögur ár í röð. Þar er ekið mikið á götum borga. Í Singapúr verður flóðlýsing notuð í Formúlu 1 móti í fyrsta skipti og er brautin lýst upp með 1500 sérhönnuðum kösturum. „Þetta er nánast eins og að um dagsbirtu sé að ræða. Þessi fljóðljós virka svakalega og menn hafa unnið aðdáuvert verk hérna. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég gekk brautina í gærkvöldi og það er búið að leggja mikla vinnu í þessi mannvirki", segir Bourdais um brautina. „Það eina sem ég hef áhyggur af er tíunda beygja brautarinnar sem er þröngur hlykkur. Þar eru háir kantar til að varna því að ökumenn stytti sér leið, en það er hætta á því að skemma bílanna. Ég var hissa á að sjá þetta. Þá er aðreinin inn á þjónustusvæðið varasöm og hætta á óhappi, þar sem hraði manna inn á brautinni og þeirra sem beygja inn í þjónustuhlé er ekki sá sami." „Ég vona bara að það rigni ekki eins og spáð er fyrir helgina. Ég bjó á Florida og þá rigndi á kvöldin og varð sannkallað úrhelli. Ef það verður raunin, þá er eini farkosturinn bátur!," sagði Bourdais. Hann var fjórði á ráslínu í síðustu keppni, en félagi hans hjá Torro Rosso vann mótið, sem var á Ítalíu í hellirigningu. Þrumuveðri er spáð alla mótshelgina og þá sérstaklega á kvöldin, en þá fara allar æfingar, tímatakan og kappaksturinn fram. Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum viðburðum helgarinnar. Formúla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fjórfaldi Ameríkumeistarinn í kappakstri segir nýju Formúlu 1 brautina í Singapúr magnað mannvirki. Hann rölti brautina fyrstur ökumanna sem komnir eru á staðinn. Bourdais hefur mesta reynslu ökumanna í Formúlu 1 af akstri á götubrautum, en hann varð meistari í bandarískri mótaröð fjögur ár í röð. Þar er ekið mikið á götum borga. Í Singapúr verður flóðlýsing notuð í Formúlu 1 móti í fyrsta skipti og er brautin lýst upp með 1500 sérhönnuðum kösturum. „Þetta er nánast eins og að um dagsbirtu sé að ræða. Þessi fljóðljós virka svakalega og menn hafa unnið aðdáuvert verk hérna. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég gekk brautina í gærkvöldi og það er búið að leggja mikla vinnu í þessi mannvirki", segir Bourdais um brautina. „Það eina sem ég hef áhyggur af er tíunda beygja brautarinnar sem er þröngur hlykkur. Þar eru háir kantar til að varna því að ökumenn stytti sér leið, en það er hætta á því að skemma bílanna. Ég var hissa á að sjá þetta. Þá er aðreinin inn á þjónustusvæðið varasöm og hætta á óhappi, þar sem hraði manna inn á brautinni og þeirra sem beygja inn í þjónustuhlé er ekki sá sami." „Ég vona bara að það rigni ekki eins og spáð er fyrir helgina. Ég bjó á Florida og þá rigndi á kvöldin og varð sannkallað úrhelli. Ef það verður raunin, þá er eini farkosturinn bátur!," sagði Bourdais. Hann var fjórði á ráslínu í síðustu keppni, en félagi hans hjá Torro Rosso vann mótið, sem var á Ítalíu í hellirigningu. Þrumuveðri er spáð alla mótshelgina og þá sérstaklega á kvöldin, en þá fara allar æfingar, tímatakan og kappaksturinn fram. Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum viðburðum helgarinnar.
Formúla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira