Segjum atvinnuleysi stríð á hendur Þór Sigfússon skrifar 6. nóvember 2008 05:00 Látum engan segja okkur að hér þurfi að koma til stórfellds atvinnuleysis þar sem tugir þúsunda manna ganga um atvinnulausir. Segjum atvinnuleysi stríð á hendur. Það ríkir alger einhugur meðal atvinnurekenda og launþega um að varðveita það samfélag sem hér hefur byggst upp og standa saman um að sem flestar vinnufærar hendur hafi eitthvað fyrir stafni. Þannig höldum við góðri vinnumenningu hérlendis sem atvinnulífið og samfélagið allt hafa mikinn hag af. Ísland hefur ávallt státað af því að búa við lítið atvinnuleysi. Með sveigjanleika í atvinnulífinu er hægt að bregðast skjótt við aðstæðum. Nú þurfum við að sýna hvað í okkur býr og að samtakamáttur getur skipt miklu máli. Hátt atvinnustig og fjöldi útlendinga á vinnumarkaði auðvelda aðlögun að minnkandi atvinnu hérlendis. Breytt samskipti á vinnumarkaði, milli starfsmanna og fyrirtækja, gera okkur betur kleift að takast á við minni atvinnu. Afsprengi þessa nána samstarfs birtist nú m.a. í því að starfsfólki eru boðin hlutastörf þar sem þeim verður við komið. Nýtum fjölbreytta flóru skóla til að fjölga menntaleiðum og um leið að standa fyrir nýsköpun hvers konar. Eflum vinnumiðlanir og Útflutningsráð til að liðsinna fólki og fyrirtækjum við að finna tækifæri og störf erlendis. Hvetjum til forgangsröðunar í framkvæmdum þar sem meiri áhersla er lögð á vinnuaflsfrekar framkvæmdir líkt og Reykjavíkurborg hefur gert. Hvetjum Íslendinga, sem fest hafa fé erlendis, til þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og nýsköpun. Keppum að þessu og afsönnum að stórfellt atvinnuleysi sé lögmál við þær aðstæður sem við búum nú við. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Sigfússon Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Látum engan segja okkur að hér þurfi að koma til stórfellds atvinnuleysis þar sem tugir þúsunda manna ganga um atvinnulausir. Segjum atvinnuleysi stríð á hendur. Það ríkir alger einhugur meðal atvinnurekenda og launþega um að varðveita það samfélag sem hér hefur byggst upp og standa saman um að sem flestar vinnufærar hendur hafi eitthvað fyrir stafni. Þannig höldum við góðri vinnumenningu hérlendis sem atvinnulífið og samfélagið allt hafa mikinn hag af. Ísland hefur ávallt státað af því að búa við lítið atvinnuleysi. Með sveigjanleika í atvinnulífinu er hægt að bregðast skjótt við aðstæðum. Nú þurfum við að sýna hvað í okkur býr og að samtakamáttur getur skipt miklu máli. Hátt atvinnustig og fjöldi útlendinga á vinnumarkaði auðvelda aðlögun að minnkandi atvinnu hérlendis. Breytt samskipti á vinnumarkaði, milli starfsmanna og fyrirtækja, gera okkur betur kleift að takast á við minni atvinnu. Afsprengi þessa nána samstarfs birtist nú m.a. í því að starfsfólki eru boðin hlutastörf þar sem þeim verður við komið. Nýtum fjölbreytta flóru skóla til að fjölga menntaleiðum og um leið að standa fyrir nýsköpun hvers konar. Eflum vinnumiðlanir og Útflutningsráð til að liðsinna fólki og fyrirtækjum við að finna tækifæri og störf erlendis. Hvetjum til forgangsröðunar í framkvæmdum þar sem meiri áhersla er lögð á vinnuaflsfrekar framkvæmdir líkt og Reykjavíkurborg hefur gert. Hvetjum Íslendinga, sem fest hafa fé erlendis, til þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og nýsköpun. Keppum að þessu og afsönnum að stórfellt atvinnuleysi sé lögmál við þær aðstæður sem við búum nú við. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar