Körfubolti

Hvað segir sagan um úrslitin í oddaleiknum í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður án efa frábær stemning í Sláturhúsinu í kvöld.
Það verður án efa frábær stemning í Sláturhúsinu í kvöld. Mynd/Vilhelm

Keflavík og ÍR mætast í kvöld í fimmta og úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar karla og hefst leikurinn klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík. Þetta verður 24. oddaleikurinn um sæti í lokaúrslitum í sögu úrslitakeppninnar og í tilefni á því höfum við tekið saman hvernig liðum í sömu aðstöðu og Keflavík og ÍR hefur vegnað í þessum leik upp á líf og dauða.

Lið í sömu stöðu og Keflavík hefur gengið vel og unnið yfir 60 prósent leikja sinna. Þar er talað um þau lið sem hafa verið á heimavelli (65 prósent árangur), hafa unnið deildarmeistaratitilinn (65 prósent árangur), eða unnu síðasta leik á undan í einvíginu (60 prósent árangur). Í þremur af síðustu fjórum oddaleikjum um sæti í einvíginu um titilinn þá hafa liðin sem hafa unnið fjórða leikinn unnið fimmta leikinn.

Það eru meiri sveiflur í gengi liða í sömu stöðu og ÍR-ingar eru nú. Þar sker sig verulega út að þau lið sem hafa þegar spilað oddaleik í úrslitakeppnini eins og ÍR gerði í átta liða úrslitum hafa unnið 6 af 7 oddaleikjum sínum í undanúrslitunum. Það hefur aftur á móti gengið illa hjá liðum sem eru á útivelli í oddaleiknum og hafa þegar unnið einn útileik í seríunni en aðeins 2 af 6 þeirra liða hafa komist í úrslitin. ÍR vann einmitt fyrsta leikinn í Keflavík en 65 prósent þeirra liða sem hafa komst í 1-0 í seríunni hafa farið í lokaúrslitin eftir sigur í oddaleiknum.

Sigurhlutfall í oddaleikjum um sæti í lokaúrslitum:

Heimalið (Keflavík): 15-8, 65%

Deildarmeistari (Keflavík): 5-2, 65%

Lið sem endaði í 7. sæti (ÍR): Fyrsta skipti

Sigurvegari fjórða leiksins (Keflavík): 6-4, 60%

Lið sem var í oddaleik í 8 liða úrslitum (ÍR): 6-1, 86%

Lið sem komst í 1-0 í seríunnni (ÍR): 15-8, 65%

Útilið sem er búið að vinna útileik í seríunni (ÍR): 2-4, 33%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×