Hrærið saman sinnepi, salti og pipar, smá af rósmaríni og öllu timjaninu.
Skerið litla vasa í lærið á 8-10 stöðum og setjið hvítlaukinn og rósmarín í. Smyrjið svo lærið með sinnepsblöndunni,gott er að láta það standa aðeins áður en það er eldað.
Hitið ofnin í 140°og bakið lærið í 2 klst eða þar til hitinn í kjarna er kominn í 62°.
Gott er að hækka hitann í 190° síðustu 10 mín til að fá betri skorpu.
2 rósmaríngreinar
3 hvítlauksrif
1 búnt timjan, saxað
3 msk. Dijon sinnep
Salt og pipar