NBA í nótt: Miami á góðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2008 09:15 Dwyane Wade fór mikinn með Miami. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira