Smálið Hoffeinheim situr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú þegar jólafrí hefst í deildinni.
Liðið náði þó aðeins 1-1 jafntefli við Schalke í dag þrátt fyrir að andstæðingarnir misstu tvo menn af velli.
Hoffenheim og Bayern Munchen eru því efst og jöfn í úrvalsdeildinni með 35 stig, en Hoffenheim er með betra markahlutfall og telst því vetrarmeistari.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu úrvalsdeildarinnar sem nýliðar eru á toppnum þegar deildin fer í jólafrí.