NBA í nótt: Miami lagði Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2008 11:52 Dwyane Wade hafði betur í baráttunni við Kobe Bryant í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat gerði sér lítið fyrir og vann sigur á LA Lakers á heimavelli í NBA-deildinni í nótt, 89-87. Alls fóru tólf leikir fram í nótt. Dwyane Wade átti mjög góðan leik og skoraði 35 stig auk þess sem hann og Joel Anthony náðu að koma í veg fyrir að Lakers jafnaði metin á lokasekúndum leiksins með frábærum varnarleik. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan en þetta var aðeins fjórða tap Lakers á tímabilinu sem hefur unnið alls 21 leik.Boston vann Chicago, 126-108, og þar með sinn sautjánda sigur í röð. Ray Allen var með 27 stig og Kendrick Perkins 25 sem er persónulegt met hjá honum. Ef Boston vinnur næsta leik sinn í deildinni jafnar liðið félagsmetið um flesta sigurleiki í röð.Philadelphia vann Washington, 109-103. Lou Williams átti góðan leik og skoraði 26 stig og þeir Andre Iguodala og Thaddeus Young bættu við átján hvor.Atlanta vann Golden State, 115-99. Flip Murray skoraði 20 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Marvin Williams var þó stigahæstur leikmanna Atlanta með 22 stig og Joe Johnson bætti við nítján.Oklahoma vann Toronto, 91-83, og þar með sinn fyrsta sigur í síðustu tólf leikjum liðsins. Kevin Durant skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við nítján. Chris Bosh skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Toronto.LA Clippers vann Indiana, 117-109. Zach Randolph var með 34 stig og sextán fráköst en leikurinn var tvíframlengdur. Al Thornton bætti við 25 stigum, Marcus Camby 20 og Baron Davis átján. Jarret Jackson skoraði 27 stig fyrir Indiana.Houston vann Sacramento, 107-96. Yao Ming skoraði 30 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Luis Scola var með 23 stig og Tracy McGrady átján.Utah vann Detroit, 120-114. Deron Williams var með 29 stig en leikurinn í nótt var tvíframlengdur. Þetta var sjöundi sigur Utah í röð gegn Detroit.Charlotte vann Memphis, 112-83. Boris Diaw skoraði 26 stig og tók tíu fráköst og Emeka Okafor bætti við 25 stigum.New Jersey vann Dallas, 121-97. Devin Harris átti mjög góðan leik og skoraði 41 stig og þrettán stoðsendingar. Jason Kidd, leikmaður Dallas, lék með New Jersey í sex og hálft ár og náði ekki að sýna sitt besta gegn sínu gömlu félögum.Milwaukee vann New York, 105-81. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem vann þar með sinn þriðja sigur gegn New York á tímabilnu. Cleveland vann Denver, 105-88. LeBron James 33 stig, Zydrunas Ilgauskas 23 og Delonte West 22. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Miami Heat gerði sér lítið fyrir og vann sigur á LA Lakers á heimavelli í NBA-deildinni í nótt, 89-87. Alls fóru tólf leikir fram í nótt. Dwyane Wade átti mjög góðan leik og skoraði 35 stig auk þess sem hann og Joel Anthony náðu að koma í veg fyrir að Lakers jafnaði metin á lokasekúndum leiksins með frábærum varnarleik. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan en þetta var aðeins fjórða tap Lakers á tímabilinu sem hefur unnið alls 21 leik.Boston vann Chicago, 126-108, og þar með sinn sautjánda sigur í röð. Ray Allen var með 27 stig og Kendrick Perkins 25 sem er persónulegt met hjá honum. Ef Boston vinnur næsta leik sinn í deildinni jafnar liðið félagsmetið um flesta sigurleiki í röð.Philadelphia vann Washington, 109-103. Lou Williams átti góðan leik og skoraði 26 stig og þeir Andre Iguodala og Thaddeus Young bættu við átján hvor.Atlanta vann Golden State, 115-99. Flip Murray skoraði 20 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Marvin Williams var þó stigahæstur leikmanna Atlanta með 22 stig og Joe Johnson bætti við nítján.Oklahoma vann Toronto, 91-83, og þar með sinn fyrsta sigur í síðustu tólf leikjum liðsins. Kevin Durant skoraði 24 stig og Russell Westbrook bætti við nítján. Chris Bosh skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Toronto.LA Clippers vann Indiana, 117-109. Zach Randolph var með 34 stig og sextán fráköst en leikurinn var tvíframlengdur. Al Thornton bætti við 25 stigum, Marcus Camby 20 og Baron Davis átján. Jarret Jackson skoraði 27 stig fyrir Indiana.Houston vann Sacramento, 107-96. Yao Ming skoraði 30 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Luis Scola var með 23 stig og Tracy McGrady átján.Utah vann Detroit, 120-114. Deron Williams var með 29 stig en leikurinn í nótt var tvíframlengdur. Þetta var sjöundi sigur Utah í röð gegn Detroit.Charlotte vann Memphis, 112-83. Boris Diaw skoraði 26 stig og tók tíu fráköst og Emeka Okafor bætti við 25 stigum.New Jersey vann Dallas, 121-97. Devin Harris átti mjög góðan leik og skoraði 41 stig og þrettán stoðsendingar. Jason Kidd, leikmaður Dallas, lék með New Jersey í sex og hálft ár og náði ekki að sýna sitt besta gegn sínu gömlu félögum.Milwaukee vann New York, 105-81. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem vann þar með sinn þriðja sigur gegn New York á tímabilnu. Cleveland vann Denver, 105-88. LeBron James 33 stig, Zydrunas Ilgauskas 23 og Delonte West 22.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti