Körfubolti

Steve Nash í bann fyrir áflog (myndband)

Steve Nash í umræddum leik í vikunni
Steve Nash í umræddum leik í vikunni NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikmenn úr NBA deildinni í körfubolta voru í kvöld dæmdir í leikbann vegna átaka sem brutust út í leik Phoenix Suns og Houston Rockets aðfaranótt fimmtudags.

Þeir Steve Nash og Matt Barnes hjá Phoenix og Rafer Alston leikmaður Houston voru dæmdir í leikbann vegna atviksins. Nash fær eins leiks bann, en hinir tveir tveggja leikja bann og verða þeir af launum sínum á meðan.

Shaquille O´Neal hjá Phoenix var dæmdur til að greiða sekt upp á 35,000 dollara og Tracy McGrady hjá Houston þarf að punga út fyrir 25,000 dollara sekt.

Leikurinn fór fram í Phoenix og höfðu gestirnir frá Houston betur 94-82.

Það var Matt Barnes sem átti upptökin að átökunum þegar hann rak öxlina í Rafer Alston. Alston réðist þá á Barnes en þá blandaði Nash sér í átökin og lenti þá saman við McGrady - áður en O´Neal blandaði sér í ryskingarnar.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu í fyrrinótt.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×