Elísabet: Gamall draumur að rætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í haust. Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira
Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25