Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest Óli Tynes skrifar 10. september 2008 16:45 Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira