Skordýrafræðingurinn Richard Harrington datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti steingerfða flugu hjúpaða rafi á uppboðsvefnum ebay. Harrington keypti steingerfinginn á tuttugu dollara, eða sextán hundruð krónur íslenskar, af manni í Litháen.
Þegar Harrington fór að skoða kvikindið nánar kom í ljós að um var að ræða áður óþekkta tegund sem er löngu útdauð og enginn hafði séð fyrr.
Flugan hefur nú fengið fræðiheitið Mindarus harringtoni, í höfuðið á skordýrafræðingnum, en hann segir að betur hefði farið á því að kalla hana Mindarus ebayi, í höfuðið á uppboðsvefnum.