Meistaradeildin: Baráttan um toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 19:00 Evrópumeistarar Manchester United verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / AFP Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira