Hálfleikur - þó það 15. janúar 2008 13:44 Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun
Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun