Sérfræðingar segja 16. janúar 2008 11:24 Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun
Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun