Kæran kemur að norðan 16. janúar 2008 11:38 Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun
Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun