Körfubolti

Miami tapaði 12. leikunum í röð

Brandon Roy og félagar hjá Portland færðu Miami 12. tapið í röð
Brandon Roy og félagar hjá Portland færðu Miami 12. tapið í röð NordicPhotos/GettyImages

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami tapaði 12. leiknum í röð þegar það lá fyrir Portland á heimavelli 98-91. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Dwyane Wade skoraiði 37 stig fyrir heimamenn.

Washington stöðvaði fyrstu þriggja leikja sigurgöngu New York í vetur með 111-98 sigri á heimavelli. Antawn Jamison skoraði 32 stig fyrir Washington en Quentin Richardson skoraði 21 stig fyrir New York.

Toronto vann Atlanta 89-78 þar sem Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Chris Bosh var með 35 stig og 9 fráköst hjá Toronto.

Boston vann auðveldan sigur á Philadelphia 116-89. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston en Andre Iguodala skoraði 17 stig fyrir Philadelphia.

New Orleans vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Charlotte auðveldlega 112-84. David West skoraði 28 stig fyrir New Orleans en Emeka Okafor skoraði 13 stig fyrir Charlotte.

Sacramento skellti Detroit óvænt á útivelli 100-93 þar sem Kevin Martin var stigahæstur gestanna með 24 stig og Ron Artest var frábær í seinni hálfleik og skoraði 18 stig. Chauncey Billups skoraði 28 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Detroit.

Memphis burstaði Seattle 124-100. Mike Miller skoraði 25 stig fyrir Memphis en Kevin Durant skoraði 22 stig fyrir Seattle.

Phoenix vann stórsigur á Minnesota 115-95 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Al Jefferson var með 27 stig og 14 fráköst hjá Minnesota.

Utah burstaði LA Clippers 106-88 þar sem Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah en Corey Maggette var með 29 stig hjá Clippers.

Loks vann Golden State góðan útisigur á Chicago 119-111 eftir að hafa verið undir allan fyrri hálfleikinn. Baron Davis jafnaði persónulegt met sitt með 40 stigum fyrir Golden State, en Ben Gordon var með 29 stig hjá Chicago og Andres Nocioni skoraði 28 stig. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×