Houston lagði San Antonio 20. janúar 2008 08:15 Tracy McGrady lék með Houston á ný í nótt Nordic Photos / Getty Images Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira