Körfubolti

Lengsta taphrina Pat Riley á ferlinum

Það gengur illa hjá Riley og félögum um þessar mundir
Það gengur illa hjá Riley og félögum um þessar mundir Nordic Photos / Getty Images

Miami Heat tapað í nótt 13. leik sínum í röð í NBA deildinni og er það lengsta taphrina þjálfarans Pat Riley á löngum og glæsilegum ferli hans í deildinni.

Miami hefur líka aðeins einu sinni tapað jafnmörgum leikjum í röð, en liðið tapaði einu sinni 17 leikjum í röð á jómfrúarári sínu í deildinni leiktíðina 1988-89.

Pat Riley á að baki sjö meistaratitla, þar af einn sem leikmaður Los Angeles Lakers árið 1972. Hann gerði lið Lakers að meisturum sem þjálfari árin 1982, 1985, 1987 og 1988.

Árið 1991 tók Riley við liði New York Knicks og 1995 tók hann við Miami. Hann landaði fyrsta og eina titli félagsins árið 2006 en síðan þá hefur allt legið lóðrétt niður á við hjá félaginu.

Riley hefur unnið 1190 sigra í deildarkeppninni á ferlinum og er einn sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Hann hefur þrisvar verið valinn þjálfari ársins og var árið 1996 útnefndur einn af tíu bestu þjálfurum í sögu NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×