Körfubolti

NBA í nótt: Phoenix vann New Jersey

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Amare Stoudamire treður í leiknum í nótt
Amare Stoudamire treður í leiknum í nótt Nordic Photos / Getty Images
Aðeins einn leikur fór fram í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns vann New Jersey Nets nokkuð örugglega, 116-92.

Phoenix var með fimmtán stiga forystu strax eftir fyrsta leikhluta, 35-20. Staðan í hálfleik var svo 56-45 en New Jersey náði aldrei að ógna forskoti Phoenix í leiknum.

Amare Stoudamire var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig og Raja Bell kom næstur með 20 stig.

Alls skoruðu sex leikmenn Phoenix tíu stig eða meira í leiknum, þar af allir fimm byrjunarliðsmennirnir.

Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 24 stig.

New Jersey hefur ekki unnið leik í Phoenix síðan í mars árið 1993 en þetta var 14. sigur Phoenix í röð á New Jersey á heimavelli.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×