Green ver titil sinn í troðkeppninni 22. janúar 2008 02:26 Gerald Green verður að teljast sigurstranglegur í troðkeppninni í næsta mánuði Nordic Photos / Getty Images Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira