Renault hyggst keppa til sigurs 31. janúar 2008 14:46 Nýi Renault bíllinn var frumsýndur í París í dag París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira