Körfubolti

San Antonio vann í Phoenix

Manu Ginobili
Manu Ginobili Nordic Photos / Getty Images

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio stöðvaði þriggja leikja taphrinu sína með dýrmætum sigri á Phoenix á útivelli 84-81.

Manu Ginobili var stigahæstur í liði San Antonio og skoraði öll 19 stig sín í síðari hálfleik. Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix, sem tapaði aðeins öðrum leik sínum af síðustu 30 þegar liðið hefur forystu eftir þrjá leikhluta.

Detroit vann nauman sigur á LA Lakers þar sem þriggja stiga karfa frá Tayshaun Prince í lokin tryggði heimamönnum 90-89 sigur. Prince var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig en Kobe Bryant skoraði 39 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers.

Boston lagði Dallas á heimavelli 96-90 þar sem Ray Allen og Paul Pierce skoruðu 26 stig hvor fyrir Boston en Dirk Nowitzki skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas.

Loks vann Seattle annan sigur sinn í röð þegar liðið lagði Cleveland á heimavelli 101-95. Larry Hughes skoraði 28 stig fyrir Cleveland sem var án LeBron James í leiknum. James meiddist á ökkla í síðasta leik. Kevin Durant var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×