HB Grandi fór í öllu að lögum Óli Tynes skrifar 1. febrúar 2008 16:08 Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira