Óvæntur sigur New York Giants Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 09:15 Eli Manning fagnar eftir að Plaxico Burress skoraði sigurmark leiksins í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra. Erlendar Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra.
Erlendar Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sjá meira