Handbolti

Naumur sigur Fram á Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Drengsson og félagar í Fram unnu nauman sigur norðan heiða.
Guðjón Drengsson og félagar í Fram unnu nauman sigur norðan heiða. Mynd/Völundur

Fram vann eins marks sigur á Akureyri, 30-29, í N1-deild karla í dag og HK vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-23.

Framarar voru skrefinu á undan lengst af í leiknum og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15. Akureyri tókst þó að jafna þegar sex mínútur voru til leiksloka en Fram náði yfirhöndinni á ný. Akureyri tókst ekki að jafna undir lokin en var þó nálægt því.

Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Akureyri og Magnús Stefánsson sjö. Halldór Jóhann Sigfússon skoraði sex mörk fyrir Fram á sínum gamla heimavelli og Stefán Stefánsson fimm.

Sigur HK-inga í Mosfellsbæ var öruggur en þeir voru með tíu marka forystu þegar átta mínútur voru til leiksloka. Staðan í hálfleik var 10-9, HK í vil.

Ragnar Hjaltasted skoraði átta mörk fyrir HK og Hilmar Stefánsson átta fyrir Aftureldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×