Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason eru á sínum stað í byrjunarliði Brann en liðið tekur á móti Everton í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.
Hvorki Gylfi Einarsson og Ármann Smári Björnsson eru í leikmannahópi Brann í kvöld. Ármann Smári gekkst nýverið undir aðgerð vegna brjósklos í baki og Gylfi hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða.
Everton stillir upp sínu sterkasta liði í Noregi í kvöld. Nígeríumaðurinn Yakubu er kominn í byrjunarliðið á nýjan leik en hann var settur í straff um helgina. Byrjunarlið Everton er þannig skipað:
Markvörður: Tim Howard.
Vörn:
Phil Neville
Joseph Yobo
Philip Jagielka
Jolean Lescott
Miðja:
Leon Osman
Tim Cahill
Lee Carsley
Manuel Fernandes
Sókn:
Yakubu
Andy Johnson