Handbolti

HSÍ hefur viðræður við Geir

Geir Sveinsson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Íslands.
Geir Sveinsson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Pjetur

Heimildir Vísis herma að stjórn Handknattleikssambands Íslands muni í dag hefja samningaviðræður við Geir Sveinsson um að taka að sér starf A-landsliðsþjálfara karla.

HSÍ hefur átt í viðræðum við Dag Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyrirliða, en í gær kom fram í fréttatilkynningu frá sambandinu að Dagur hefði afþakkað starfið.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, sagði við Vísi í gær að stjórn sambandsins væri þegar með ákveðinn mann í huga fyrir starfið en vildi ekki gefa upp hver það væri.

Auk Dags og Geirs hefur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, helst verið orðaður við starfið.

Geir var einnig þrálátlega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið þegar að Viggó Sigurðsson hætti eftir EM í Sviss árið 2006.

Alfreð Gíslason hætti með landsliðið þegar það lauk þátttöku á EM í Noregi í síðasta mánuði en framundan eru mikilvæg verkefni.

Í vor tekur Ísland þátt í tveimur undankeppnum - fyrir Ólympíuleikana í Peking og heimsmeistarakeppnina sem fer fram í Króatíu á næsta ári.


Tengdar fréttir

Geir og Aron ekki afhuga starfinu

Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson segja báðir í samtali við Vísi að þeir myndu íhuga málið vandlega ef HSÍ myndi leita til þeirra vegna landsliðsþjálfarastarfsins.

Hvern á HSÍ að ráða?

Eftir að Dagur Sigurðsson afþakkaði starf landsliðsþjálfara er ljóst að leitin að eftirmanni Alfreðs Gíslasonar er komin á byrjunarreit.

HSÍ með nýjan mann í sigtinu

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, staðfesti í samtali við Vísi að forsvarsmenn sambandsins væru með ákveðinn mann í huga sem rætt verður við næst í tengslum við landsliðsþjáfarastöðuna.

Dagur ekki ráðinn

Dagur Sigurðsson tikynnti forsvarsmönnum HSÍ í morgun að hann væri ekki tilbúinn að taka að sér starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×