Ómögulegt að bera sig saman við Tiger Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2008 19:43 Tiger Woods er hér með Charles Howell sem á titil að verjá Northern Trust-mótinu sem hófst í dag. Nordic Photos / Getty Images Charles Howell hefur titil að verja á opna Northern Trust-mótinu sem hófst í dag í Bandaríkjunum en mótið er liður í PGA-mótaröðinni. Sýnt verður beint frá keppni á lokadegi mótsins á sunnudaginn en um er að ræða gríðarlega sterkt mót þar sem átta af tíu bestu kylfingum heimsins í dag keppa. Þeir sem eru fjarverandi eru Tiger Woods og Ernie Els. Howell er 28 ára gamall og fagnaði sigri á mótinu í fyrra eftir að hafa lagt Phil Mickelson í bráðabana. Flestir spekingar reikna þó með því að Adam Scott og Mike Weir verði í titilbaráttunni í ár en þó skal ekki afskrifa Howell sem hefur yfirleitt verið meðal efstu manna undanfarin ár. Hann ræddi um það hvernig það hefur verið fyrir unga kylfinga að hefja feril sinn í golfheiminum. Vandamálið er ekki slæmt gengi heldur að allir ungir og efnilegir kylfingar eru sjálfkrafa bornir saman við Tiger Woods. „Það hefur ekkert ræst úr Sergio Garcia," sagði hann í kaldhæðnistón. „Hann hefur átt frábæru gengi að fagna á sínum ferli en í augum margra hefur honum mistekist að láta eitthvað verða úr sér vegna þess að hann hefur ekki unnið eitt stórmótanna. Hann ætti því bara að hætta þessu," sagði Howell. Sjálfur hefur Howell unnið tvö mót á ferlinum og bliknar auðvitað í samanburði við Tiger. En ef þeim samanburði er sleppt hefur Howell átt fínasta feril. Hann var á sínum tíma kostinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni og verið tvívegis valinn í keppnislið Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. „Tiger hefur sett viðmiðið allt of hátt. Margir ungir kylfingar verða einfaldlega að bíða þolinmóðir þar sem það er mjög algengt að menn toppi á sínum ferli á fertugsaldrinum." Við þetta má svo bæta að þegar Tiger varð þrítugur hafði hann unnið 54 mót á heimsvísu og tíu stórmót, þar af öll fjögur að minnst tvisvar. Golf Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Charles Howell hefur titil að verja á opna Northern Trust-mótinu sem hófst í dag í Bandaríkjunum en mótið er liður í PGA-mótaröðinni. Sýnt verður beint frá keppni á lokadegi mótsins á sunnudaginn en um er að ræða gríðarlega sterkt mót þar sem átta af tíu bestu kylfingum heimsins í dag keppa. Þeir sem eru fjarverandi eru Tiger Woods og Ernie Els. Howell er 28 ára gamall og fagnaði sigri á mótinu í fyrra eftir að hafa lagt Phil Mickelson í bráðabana. Flestir spekingar reikna þó með því að Adam Scott og Mike Weir verði í titilbaráttunni í ár en þó skal ekki afskrifa Howell sem hefur yfirleitt verið meðal efstu manna undanfarin ár. Hann ræddi um það hvernig það hefur verið fyrir unga kylfinga að hefja feril sinn í golfheiminum. Vandamálið er ekki slæmt gengi heldur að allir ungir og efnilegir kylfingar eru sjálfkrafa bornir saman við Tiger Woods. „Það hefur ekkert ræst úr Sergio Garcia," sagði hann í kaldhæðnistón. „Hann hefur átt frábæru gengi að fagna á sínum ferli en í augum margra hefur honum mistekist að láta eitthvað verða úr sér vegna þess að hann hefur ekki unnið eitt stórmótanna. Hann ætti því bara að hætta þessu," sagði Howell. Sjálfur hefur Howell unnið tvö mót á ferlinum og bliknar auðvitað í samanburði við Tiger. En ef þeim samanburði er sleppt hefur Howell átt fínasta feril. Hann var á sínum tíma kostinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni og verið tvívegis valinn í keppnislið Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. „Tiger hefur sett viðmiðið allt of hátt. Margir ungir kylfingar verða einfaldlega að bíða þolinmóðir þar sem það er mjög algengt að menn toppi á sínum ferli á fertugsaldrinum." Við þetta má svo bæta að þegar Tiger varð þrítugur hafði hann unnið 54 mót á heimsvísu og tíu stórmót, þar af öll fjögur að minnst tvisvar.
Golf Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira