Fannar verður með KR í kvöld - Hlakkar til að mæta Keflvíkingum 15. febrúar 2008 14:32 Fannar segir fyrrum félaga sína hafa verið full góða með sig eftir fyrri leik liðanna Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira