Phil Mickelson frá Bandaríkjunum er með fjögurra högga forskot á Northern Trust Open golfmótinu. Hann lék annan hringinn í Kaliforníu á 64 höggum eða sjö höggum undir pari.
Mickelson er alls á tíu höggum undir pari á mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni. Robert Allenby frá Ástralíu og Jeff Quinney koma í 2.-3. sæti.
K.J. Choi sem var efstur eftir fyrsta hring lék annan hringinn á tveimur undir pari og féll niður í níunda sætið. Hann er sex höggum á eftir Mickelson. Lokadagur mótsins á morgun verður í beinni útsendingu á Sýn.