Ítalski sóknarmaðurinn Luca Toni skoraði öll þrjú mörk þýska liðsins Bayern München þegar liðið vann Hannover 3-0 í dag. Bayern komst með sigrinum aftur í þriggja stiga forystu á Werder Bremen.
Þegar tuttugu umferðum er lokið er Bayern München efst með 43 stig, Werder Bremen er með 40 stig.
Hamborg í þriðja sæti með 37 stig en liðið vann 3-0 sigur á Bochum í dag.
Luca Toni skaut Bayern aftur í þriggja stiga forskot
