Mickelson vann loksins í LA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2008 09:35 Phil Mickelson gat leyft sér að brosa í gær. Nordic Photos / Getty Images Phil Mickelson bar sigur úr býtum á opna Northern Trust-mótinu í gær eftir að Jeff Quinney afhenti honum sigurinn á silfurfati á síðari níu holunum. Mótið hét áður opna Los Angeles-mótið en fyrir 20 árum spilaði Mickelson á Riviera-vellinum, þá sem sautján ára áhugamaður. Honum tókst í gær að vinna sér sess meðal sigurvegara í þessu sögufræga móti. Hann og Quinney voru í hörðum slag framan af og komst sá síðarnefndi í forystuna um miðjan hring. Þá fór hins vegar allt úrskeðis hjá Quinney, sérstaklega í púttunum. Hann fékk fjóra skolla á fimm holum á síðari níu í gær, frá þrettándu til sautjándu. Mickelson kláraði hins vegar tvö mikilvæg pútt á síðari níu sem gerði það að verkum að hann gat verið rólegur á þeirri átjándu þar sem hann var með þriggja högga forystu. Mickelson lék á 70 höggum í gær og samtals á tólf höggum undir pari en Quinney á 71 höggi og tíu undir pari. Patraig Harrington og Luke Donald komu næstir á sjö undir pari en Luke Donald fékk skolla á átjándu og lauk keppni á sex undir pari ásamt Japananum Ryuji Imada. Mickelson komst nálægt því að vinna þetta mót í fyrra en skolli á átjándu gerði það að verkum að hann þurfti að fara í umspil gegn Charles Howell sem sá síðarnefndi vann. Hann kemst kannski aldrei með tærnar þar sem Tiger Woods hefur hælana en það verður þó ekki af Mickelson tekið að Tiger hefur aldrei fagnað sigri á Riviera-vellinum. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Phil Mickelson bar sigur úr býtum á opna Northern Trust-mótinu í gær eftir að Jeff Quinney afhenti honum sigurinn á silfurfati á síðari níu holunum. Mótið hét áður opna Los Angeles-mótið en fyrir 20 árum spilaði Mickelson á Riviera-vellinum, þá sem sautján ára áhugamaður. Honum tókst í gær að vinna sér sess meðal sigurvegara í þessu sögufræga móti. Hann og Quinney voru í hörðum slag framan af og komst sá síðarnefndi í forystuna um miðjan hring. Þá fór hins vegar allt úrskeðis hjá Quinney, sérstaklega í púttunum. Hann fékk fjóra skolla á fimm holum á síðari níu í gær, frá þrettándu til sautjándu. Mickelson kláraði hins vegar tvö mikilvæg pútt á síðari níu sem gerði það að verkum að hann gat verið rólegur á þeirri átjándu þar sem hann var með þriggja högga forystu. Mickelson lék á 70 höggum í gær og samtals á tólf höggum undir pari en Quinney á 71 höggi og tíu undir pari. Patraig Harrington og Luke Donald komu næstir á sjö undir pari en Luke Donald fékk skolla á átjándu og lauk keppni á sex undir pari ásamt Japananum Ryuji Imada. Mickelson komst nálægt því að vinna þetta mót í fyrra en skolli á átjándu gerði það að verkum að hann þurfti að fara í umspil gegn Charles Howell sem sá síðarnefndi vann. Hann kemst kannski aldrei með tærnar þar sem Tiger Woods hefur hælana en það verður þó ekki af Mickelson tekið að Tiger hefur aldrei fagnað sigri á Riviera-vellinum.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira