Handbolti

Enn bið á ráðningu landsliðsþjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson. Nordic Photos / Getty Images

Ekkert heyrist af viðræðum HSÍ og Geirs Sveinssonar sem hófust um miðja síðustu viku. Ólíklegt er að eitthvað verði gefið út um gang mála í dag.

Ekkert hefur náðst í Geir Sveinsson eða Guðmund Ágúst Ingvarsson, formann HSÍ, vegna málsins. Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, vildi ekkert segja um gang mála í samtali við Vísi í dag.

Vísir hefur hins vegar heimildir fyrir því að viðræður séu enn í gangi og að Geir sé ekki búinn að gera endanlega upp hug sinn um hvort hann vilji taka boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara eða ekki.

Þá hefur ekki náðst Aron Kristjánsson í dag sem einnig hefur verið orðaður við starfið síðan að Alfreð Gíslason hætti með landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×