Handbolti

Fékk eins leiks bann fyrir kjaftshögg (myndband)

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur Hinriksson í leik með Fram.
Hjörtur Hinriksson í leik með Fram. Mynd/Arnþór

Hjörtur Hinriksson var dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ fyrir rautt spjald sem hann fékk í leik Akureyrar og Fram fyrir að gefa Magnúsi Stefánssyni kjaftshögg.

Umræddur leikur fór fram þann 9. febrúar síðastliðinn en nokkrum dögum síðar mættust liðin að nýju í undanúrslitum bikarkeppninnar og var sá leikur ekki síður skrautlegri.

Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk þá rautt eftir að hann var sleginn í andlitið af Nikola Jankovic. Jankovic fékk einnig rautt spjald og fékk fyrir vikið tveggja leikja bann.

Dómarar leiksins sendu hins vegar aganefnd HSÍ greinagerð þar sem þeir viðurkenndu mistök sín og var Andri ekki dæmdur í bann.

Brot Hjartar er ekki minna en brot Jankovic af upptöku af atvikinu að dæma. Það má nálgast hér, á bloggsvæði íþróttafréttamannsins Henrys Birgis Gunnarssonar hjá Fréttablaðinu.

Hjörtur fékk hins vegar eins leiks bann, sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×