Handbolti

Jafnt í Mýrinni hjá Stjörnunni og Fram

Halldór Jóhann Sigfússon er hér í hörðum slag í Mýrinni í kvöld
Halldór Jóhann Sigfússon er hér í hörðum slag í Mýrinni í kvöld Mynd/Stefán

Síðari leik kvöldsins í N1 deild karla í handbolta lauk með jafntefli líkt og þeim fyrri þegar Framarar heimsóttu Stjörnumenn í Mýrina og náðu jafntefli 29-29. Fram er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum, en Stjarnan erí fjórða sætinu, tveimu stigum á eftir Fram.

Mörk Fram (skot): Rúnar Kárason 7 (15), Andri Berg Haraldsson 5/1 (9/1), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Einar Ingi Hrafnsson 4 (6), Jón Björgvin Pétursson 3 (5), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (10), Haraldur Þorvarðarson 2 (2), Brjánn Guðni Bjarnason 1 (1).

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 24/1 (52/3), 46%, Magnús Gunnar Erlendsson 1/1 (1/2), 50%.

Mörk Stjörnunnar (skot): Björgvin Hólmgeirsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 5 (8/1), Vilhjálmur Halldórsson 4/3 (7/4), Björn Friðriksson 3 (5), Kristján S. Kristjánsso 3 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (6), Ragnar Már Helgason 2 (7), Hermann Ragnar Björnsson 1 (2), Patrekur Jóhannesson 1 (3).

Varin skot: Hlynur Morthens 19 (48/1), 40%.

Umfjöllun um leikinn kemur hér á Vísi snemma í fyrramálið. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×