Handbolti

Þeir þorðu ekki í verkefnið

Þorbergi var ansi heitt í hamsi á Sýn í kvöld
Þorbergi var ansi heitt í hamsi á Sýn í kvöld

Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður í HSÍ, skaut föstum skotum að mönnunum sem sambandið hefur rætt við um að taka við landsliðsþjálfarastöðunni undanfarna daga og vikur í þættinum Utan Vallar á Sýn í kvöld.

Þorbergur fór ítarlega ofan í saumana á landsliðsþjálfaraleitinni í þættinum og sagði HSÍ fyrst hafa rætt við Magnus Andersson, sem eins og kunnugt er fékk sig ekki lausan frá danska liðinu FCK. "Það var eins og að reyna að fá Alex Ferguson frá Manchester United til að þjálfa Val í Reykjavík," sagði Þorbergur.

Hann var afar ósáttur við framgöngu þeirra Dags Sigurðssonar og Arons Kristjánssonar í samningaferlinu við HSÍ. Hann sagði sambandið hafa gengið að miklum kröfum þeirra beggja, sem hefðu verið ólíkar, en eftir að gengið hafi verið að kröfum þeirra beggja - hafi þeir beðið um tvo daga til að hugsa málið. Síðan hafi þeir báðir gefið afsvar. Þorbergur gagnrýnir vinnubrögð þeirra beggja harðlega og segir mennina einfaldlega ekki haft kjark í að taka að sér verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×